Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

Spurt og Svarað

Af hverju lekur bleia?

Vegna þess að börn eru mismundi í stærð og bleiur geta passað fyrir þau mismunandi. Stundum leka bleiur vegna þess að skálmin í kringum læri eða mittið eru uppbrotin. Ef þú rennir fingrinum í kringum skálmina eða mittið hjálpar til að bleian passi betur.

Önnur ástæða fyrir leka er sú að það er ekki nógu mikil rakadrægni í bleiunni til meðhöndla þvagútlát barnsins.  Ef barnið þitt er nálægt efri þyngdarmörkum bleiunnar þá gæti verið ráð að skipta í næstu stærð fyrir ofan þar sem stærri bleiur hafa meiri rakadrægni.

 

Eru öll innihaldsefnin í Pampers örugg fyrir börn?

Innihaldsefni í Pampers bleium og blautþurrkumhafa verið nákvæmlega öryggisprófuð.Öll innihaldsefni sem Pampers notar eru algeng í flestum bleium og blautþurrkum og notuð daglega af milljónum barna.

 

Hvað veldur bleiuútbrotum?

Flest börn fá einhvern tímann bleiuútbrot áður en þau byrja að nota klósettið sjálf. Hinsvegar hafa þróun og endurbætur í bleiutækni í gegnum árin hjálpað til að draga úr alvarleika og tíðni bleiuútbrota.

Bleiuútbrot eru yfirleitt af völdum langvarandi snertingar þvags og saurs við viðkvæma húð á bleiusvæði barns. Bleiuútbrot geta einnig komið þegar barn er með niðurgang eða þegar það byrjar að borða fasta fæðu.

Foreldar geta minnkað líkur á bleiuútbrotum með því að skipta reglulega um bleiu, hreinsa bleiusvæðið varlega eftir hægðir og nota bossakrem. Ef bleiuútbrotin eru langvarandi eða mikil, þá ættu foreldrar að ráðfæra sig við heilbrigðisstarfsfólk.

 

Valda Pampers bleiur útbrotum?

Það eru engin efni í Pampers bleium sem valda útbrotum og rannsóknir hafa sýnt að bleiur í dag með með rakadrægum kjörnum geta í raun stuðlað að bættari húðheilsu barna.

 

Það eru gelkúlur innan í Pampers bleium. Eru þær öruggar fyrir húð barnsins?

Þessar gelkúlur hafa mikla rakadrægni og geta dregið í sig allt að 30 sinnum þyngd sína til að læsa raka frá húð barnsins. Stundum sérð þú eitthvað af þessum gelkúlum á húð barnins en þær eru alveg öryuggar og hægt að strjúka varlega í burtu.

 

Er litrík hönnunin á Pampers bleium örygg fyrir húð barnsins?

Já, allir litirnir hafa verið vandlega metnir með tilliti til öryggis og sannað að séu öryggir fyrir ungabörn og börn. Þeir valda ekki ofnæmi og eru öryggir fyrir húðina.

 

Þegar breytingar eru gerðar á Pampers bleium, eru þær öryggisprófaðar fyrst?

Þegar breytingar eru gerðar, er aðeins notast við hráefni sem hafa verið vandlega metin og sannreynt að séu örugg. Einnig eru framkvæmdar umfangsmiklar prófanir til að leyfa foreldrum að upplifa Pampers vörur í raunverulegum aðstæðum og fylgt er eftir ítrustu stöðum um öryggi, afköst og gæði.

 

Eru efni í Pampers bleium og blauþurrkum sem geta verið skaðleg?

Nei, Pampers bleiur og blautklútar eru framleidd úr hráefnum sem vandlega prófuð og hafa reynst örugg. Hráefnin sem eru notuð eru algeng í flestum tegundum bleia og blautklúta og hafa verið notuð örugglega af milljónum barna um allann heim.

 

Innihalda Pampers blautklútar eða bleiur rotavarnarefnin methylisothiazolinone eða methylchloroisothiazolinone

Nei, Pampers blautklútar og bleiur innihalda hvort methylisothiazolinone or methylchloroisothiazolinone (Einnig þekkt sem Neolone, Kathon, MI, MCI)

 

Eru Pampers blautklútar öruggir fyrir viðkvæma húð barnsins?

Já, Pampers blautklútar eru klínískt prófaðir til að tryggja að þeir valdi ekki ofnæmi eða ertingu í húð.

 

Er hægt að þrífa andlit og hendur með Pampers blautklútum?

 það er hægt. Pampers blautklútar eru sérstaklega hannaðir að hreinsa bleiusvæðið en  foreldrar geta verið fullvissir að klútarnir eru öruggir á önnur líkamssvæði.

 

Hvort er betra fyrir barnið mitt: einnota bleiur eða taubleiur?

Milljónir barna hafa notað einnota bleiur á öruggan hátt í áratugi. Rannsóknir hafa sýnt að númtíma einnota bleiur með rakadrægum kjörnum geta í raun haft jákvæð áhrif á húð barnsins.

Að auki hefur verið sýnt fram á að einnota bleiur í dag læsa í sig þvagi og halda raka frá húð barnsins, sem dregur úr tíðni útbrota.

Pampers hefur verið leiðandi í nýsköpun á bleium og helgað sér að framleiða betri og skilvirkari vörur sem bjóða upp á sýnilegan ávinning og á sama tíma dregur úr umhverfisáhrifum. Árið 2005 framkvæmdi Umhverfisstofnun Bretlands óháða rannsókn sem síðar var uppfærði árið 2008. Niðurstöður hennar voru að hvorki einnota bleiur né taubleiur væru betri fyrir umhvefið. Rannsóknin tók tillit til allra þátta beggja tegunda: frá framleiðslu, dreifingu, notkun og förgun. Þessi víðtæka rannsókn komst að því að umhverfisárif bleia er í raun tengd við orku, frá vatni og hreinsiefnum sem þarf til að hreinsa endurnýtanlegar bleiur til framleiðslu hráefna fyrir einnota bleiur. Með því að taka allann lífsferlil beggja vara með í reikninginn, staðfesti rannsóknin að það er lítill sem  enginn munur í umhverfisáhrifum milli einnota bleia og taubleia,

*(Adam, Ralf. 'Skin care of the nappy area.' Paediatric dermatology 25.4 (2008): 427-433; Seymour, Jon L., et al. 'Clinical effects of nappy types on the skin of normal infants and infants with atopic dermatitis.' Journal of the American Academy of Dermatology 17.6 (1987): 988-997).