Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

Starfsmannastefna

Starfsmannastefna ÍSAM

Markmið ÍSAM er að fyrirtækið hafi yfir að ráða hæfu, áhugasömu og traustu starfsfólki, sem axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði í starfi og geti þannig tekið virkan þátt í framþróun fyrirtækisins.

Ráðningar

 • ÍSAM leitast við að ráða til starfa hæfa og metnaðarfulla einstaklinga sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni í síbreytilegu umhverfi. Við viljum afla starfsfólks með mismunandi reynslu og þekkingu fyrir sérhvern hóp innan fyrirtækisins.
 • Vandað er til vals nýrra starfsmanna eins og kostur er með öflun nauðsynlegra upplýsinga og viðtölum við umsækjendur.
 • Fulls jafnréttis er gætt við ráðningar starfsmanna óháð kyni, aldri, trúarskoðunum, stjórnmálaskoðunum, þjóðerni eða litarhætti.

 

Starfsþróun

 • Möguleikar starfsmanna eru jafnir til starfsframa, þannig að tryggt sé að hæfileikar nýtist sem best óháð kyni, aldri, trúarskoðunum, stjórnmálaskoðunum, þjóðerni eða litarhætti.
 • Starfsmenn eru hvattir til að afla sér þekkingar og þeim gefinn kostur á að sækja námskeið og mennta sig eftir því sem við verður komið.

 

Móttaka nýliða

 • Nýir starfsmenn fá fljótlega nægilega þjálfun til þess að takast á við starfið og lögð er áhersla á  að starfsmaðurinn geri sér fulla grein fyrir hlutverki sínu.

 

Upplýsingar

 • Lögð er áhersla á markvissa upplýsingagjöf til starfsmanna auk þess sem upplýsingum er miðlað á þremur algengustu móðurmálum starfsmanna fyrirtækisins auk ensku þegar þess er talið þörf.

 

Jafnvægi vinnu og einkalífs

 • Kröfum til sveigjanleika starfs- og fjölskylduábyrgðar er mætt eins og kostur er. Slíkur sveigjanleiki byggist á nánu samstarfi og trúnaði milli yfirmanns og undirmanns. 

 

Vinnuumhverfi

 • ÍSAM leitast við að bjóða starfsmönnum upp á öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi sem uppfyllir grundvallarkröfur til vinnuverndar.
 • Kynferðisleg áreitni, einelti eða annarskonar ofbeldi telst alvarlegt brot í starfi og er ekki liðin hjá fyrirtækinu.

 

Starfsandi og virðing

 • Góð fyrirtækjamenning er mikilvæg og því leitast fyrirtækið við stuðla að góðum starfsanda og  sýna samstarfsmönnum  og öðrum virðingu, umburðarlyndi og jákvætt viðmót. 
 • Fyrirtækið styður við félagsstarf starfsmanna og leitast við að eiga gott samstarf við starfsmannafélög innan ÍSAM.

 

Jafnlauna og jafnréttisstefna ÍSAM

ÍSAM hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna og inniheldur jafnréttisáætlun og byggist jafnlaunastefna fyrirtækisins á henni. Tilgangur með jafnlaunakerfi er að tryggja jafnrétti innan fyrirtækisins. Stefna ÍSAM er sú að gæta skuli fyllsta jafnréttis á milli karla og kvenna og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum. Þannig er tryggt að mannauður fyrirtækisins nýtist sem best. Með jafnréttisáætluninni eru stjórnendur og aðrir starfsmenn jafnframt minntir á mikilvægi þess að allir fái notið sín án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs og stöðu að öðru leiti og að nýta beri til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum. ISAM hefur skuldbundið sig til að koma upp, skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur staðals IST 85:2012. Heildarábyrgð á jafnlaunakerfinu ber Mannauðsstjóri ÍSAM. Stjórnendur skulu einnig skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.