Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

Pampers og umhverfið

Betri bleiur með færri hráefni

Eitt stærsta tækifærið til að draga úr umhverfisáhrifum er að draga úr notkun hráefna.

Pampers leggur áherslu á að búa til betri bleiur og nota minna af hráefnum í framleiðslunni. Á  síðustu 20 árum hefur Pampers dregið úr þyngd og pakkningu á bleium um næstum helming í Evrópu og Bandaríkjunum og er verið verið vinna í því að betrumbæta það ennfrekar.

Pampers vinnur einnig að því útrýma notkun á pappakössum og í Vestur Evrópu er notast við poka.  Þessi aðferð sparar meira en 80% af pökkunarefnum, og að skipta úr kössum í poka þýðir að notast þarf við færri flutningabíla, skip og flugvélar, sem sparar allt upp í 162 tonn af koltvíoxíð.

 

Betri framleiðsla

Pampers leggur áherslu á að vera umhverfisvæn og er að draga úr orkuþörf við framleiðslu bleia hjá sér. Á milli 2009 og 2014 hafa verksmiðjur Pampers dregið úr

  • Framleiðslu á úrgangi um 78%
  • Kolefnislosun um 8%
  • Notað 4% minna af vatni (per einingu af framleiðslu)
  • Dregið úr orkunotkun um 8%.

 

Endurnýjanleg orka, sjálfbær uppspretta

Árið 2014 varð ein stærsta verksmiðja Pampers í Targowek, Póllandi, fyrsta Pampers verksmiðjan til að nota 100% orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum