Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

Um Ísam

Saga Ísam

Ísam var stofnað 15. apríl 1964. Félagið er með starfsemi á fimm stöðum en innan tíðar mun öll starfsemi félagsins færast á Korputorg. Í dag eru höfuðstöðvar þess á Blikastaðavegi 2-8 í Reykjavík. Eigandi fyrirtækisins er Kristinn ehf. í Vestmannaeyjum.

Frá upphafi hefur verið lögð höfuðáhersla á að flytja inn og markaðssetja þekkt vörumerki í náinni samvinnu við framleiðendur þeirra og viðskiptavini. Segja má að ákveðin vatnaskil hafi orðið þegar Procter & Gamble ákvað að velja Ísam sem einkaumbjóðanda sinn á Íslandi snemma á níunda áratugnum, en áður höfðu nokkrir aðilar flutt inn vörur frá fyrirtækinu. Samstarfið við P&G hefur verið einkar lærdómsríkt á sviði markaðssetningar hágæðavöru og skilað einstökum árangri í sölu og markaðshlutdeild á framleiðsluvörum þeirra.

Það var svo árið 2000 sem Ísam fór að beina sjónum sínum að innlendum framleiðslufyrirtækjum með kaupum á öllu hlutafé Frón. Í kjölfarið, tveimur árum síðar, voru fest kaup á Ora og 2003 var Kexsmiðjunni á Akureyri bætt í glæsilega flóru innlendra framleiðenda.  Í byrjun árs 2004 var svo gengið frá stærstu kaupunum þegar fest voru kaup á öllu hlutafé í Myllunni-Brauð hf.

Fyrirtækið starfrækir eigið vöruhús og annast vöruafgreiðslu með eigin bifreiðum.

Hjá ÍSAM starfa næstum 400 starfsmenn frá 21 þjóðerni.

Ora

Ora vörurnar hafa notið fádæma vinsælda hjá Íslendingum allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1952. Matvæli frá Ora hafa verið á borðum Íslendinga í rúma hálfa öld og eru sumar vörur fyrirtækisins orðnar órjúfanlegur hluti matmálstíma á mörgum heimilum.

ORA fiskbollur og fiskbúðingur eru sígildur hversdagsmatur og gæði ORA síldar eru á heimsmælikvarða. Þá er erfitt að ímynda sér sunnudagslærið eða jólahangikjötið án ORA grænna bauna og ORA rauðkáls.

Hafðu samband

Endilega fylltu út formið og við verðum í sambandi við fyrsta tækifæri.