Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

St. Dalfour

 

Svona velja St. Dalfour sérfræðingarnir saman osta og sultur

Íslendingar elska góða sultu á ostana sína og ostabakkar eiga sinn fasta sess á hátíðarborðum þjóðarinnar. Frönsku gæðasulturnar og marmelaðið frá St. Dalfour henta einstaklega vel með ostum af öllu tagi enda úrvalið gott. Saga merkisins spannar um hundrað ár þannig að reynslan er umtalsverð enda Frakkar annálaðir sælkerar, ekki síst þegar kemur að ostum. Allt hráefni í vörurnar frá St. Dalfour er valið af kostgæfni til að tryggja gæði og ferskleika. Enginn viðbættur sykur er notaður í sulturnar okkar en í þeim er að sjálfsögðu náttúrulegur ávaxtasykur.

Það getur verið dálítil kúnst að velja saman sultur og osta svo vel fari en um það gildir reyndar að allt er leyfilegt því smekkur fólks er misjafn. Engu að síður eru til þumalfingursreglur um þetta eins og annað og á því sviði standa sultusérfræðingar St. Dalfour undir nafni. Þeir benda okkur á að hafa eftirfarandi meginreglu í huga: Þegar para á saman sultu og ost þannig að bragðgæði beggja njóti sín sem best er gott að hafa annars vegar í huga hversu bragðsterkur osturinn er og hversu sæt sultan er hins vegar. Það er vegna þess að almennt gildir að andstæður laða fram það besta hvor í annarri, ekki síst þegar sultur og ostar eiga í hlut – eins og reyndar í svo mörgu öðru en það er önnur saga.

Því bragðsterkari sem osturinn er því betur á við að hafa með honum sætari og ferskari ber, til dæmis jarðarber eða hindber. Með mildari osti henta minna sæt ber og þá er gott að velja sultur gerðar úr súrari berjum, jafnvel villtum. Með mjúkum sætari ostum eins og Brie og Óðalsostum hentar að nota sultur úr súrari berjum eða jafnvel apríkósu- eða appelsínumarmelaði. Marmelaðið kemur nefnilega oft skemmtilega á óvart bæði fyrir bragð og áferð auk þess sem það ljær bakkanum „sólríkara“, ferskara og fjölskrúðugra yfirbragð. Á myndinni hér að ofan má sjá nokkur dæmi um osta og sultur sem eiga vel saman.

Ostabakkinn - nokkur góð ráð
– Veljið a.m.k. fjórar til fimm mismunandi gerðir af ostum af mismunandi styrkleika.
– Ostur er bestur við herbergishita. Takið ostana því út úr ískápnum að lágmarki tveimur tímum áður en til stendur að bera þá fram.
– Raðið ostunum réttsælis á bakkann frá þeim mildasta til þess sterkasta.
– Skiptið bakkanum í hluta og raðið viðeigandi meðlæti hjá hverjum osti svo það sé skýrt hvað er ætlað saman.
– Gott er að setja litlar skálar með viðeigandi sultu hjá þeim osti/ostum sem þær passa við.
– Notið ber eða skraut til að skipta bakkanum upp í hluta.

Sölustaðir: Allar helstu verslanir

Vefverslanir:
Hagkaup: Versla hér
Nettó: Versla hér
Krónan: Versla hér