Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

Duracell OPTIMUM

Næsta kynslóð af krafti

Duracell OPTIMUM, AA og AAA eru rafhlöður sem byggja á nýrri tækni sem hafa allt að 200% meiri kraft eða endingu* – fer eftir því fyrir hvaða tæki rafhlaðan er notuð.

Þessi nýja einkaleyfisvarða tækni, OPTIMUM, er mesta bylting í rafhlöðum hjá Duracell í 50 ár eða síðan Alcaline-tæknin kom á markaðinn. OPTIMUM rafhlöðurnar hafa allt að 200% meiri kraft en hefðbundin Duracell rafhlaða, sem gerir það að verkum að tækin sem þær eru settar í verða öflugri. Fjarstýrður bíll fer t.d. hraðar með OPTIMUM rafhlöðu, rafmagnsskrúfjárn skrúfar hraðar, Poloroid myndavél tekur mun fleiri myndir o.s.frv. Í öðrum tækjum sem ekki þurfa eins mikinn kraft, eins og fjarstýringar, hafa OPTIMUM rafhlöður allt að 200% meiri endingu en hefðbundnar Duracell rafhlöður.

* Meiri endingu miðað við lágmarks meðallengd IEC AA stafrænu myndavéla prófunar 2015 (www.iec.ch) EÐA auknum krafti í fjölmörgum tækjum samanborið við Duracell AA alkaline rafhlöður. Niðurstöður geta verið mismunandi eftir tækjum eða notkunarmynstri. Fyrir frekari upplýsingar: www.Duracell.info

Endingarbetri rafhlöður – færri rafhlöður – minni sóun

Með endingarbetri rafhlöðum er Duracell einnig að koma til móts við umhverfissjónarmið. Endingarbetri rafhlöður þýðir minni sóun – færri rafhlöðum er hent á hverju ári. Boxin utan um rafhlöðurnar eru án plasts, gerðar úr 100% endurvinnanlegum pappa. Þau eru einnig hugsuð sem geymsla fyrir tómar rafhlöður sem bíða þess að fara í endurvinnslu.