Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

BKI

Sölustaðir: Allar helstu verslanir

Fyrirtækið BKI Kaffe var stofnað árið 1960 í Danmörku. 
Í þá daga voru eingöngu fluttar inn kaffibaunir frá Brasilíu og á nafnið BKI uppruna sinn að rekja úr skammstöfun fyrir brasilískan kaffi innflutning. Í dag flytur fyrirtækið inn kaffibaunir hvaðanæva úr heiminum en hefur alla tíð lagt áherslu á að framleiða eingöngu gæðakaffi. Á hverjum degi leggur metnaðarfullt starfsfólk BKI sig í framkróka við að rista, pakka og dreifa kaffi til kaffiþyrstra neytenda.
Eitt af einkunnarorðum BKI er að sýna samfélagslega ábyrgð í starfsháttum og hafa mannréttindi og umhverfissjónarmið að leiðarljósi í starfsemi fyrirtækisins sem og vali á samstarfsaðilum.

BKI Classic

• Meðalristað kaffi, samsett úr sígildum kaffitegunum

• Með ljúfan angan, mikla fyllingu og gott jafnvægi á sýrustigi

• Kaffiblanda frá þekktustu kaffisvæðum heimsins

• Mjúkt bragð, lokkandi ilmur og fersklegt eftirbragð

BKI Gull

• Bragðmikil og ilmrík kaffiblanda úr sérvöldum Arabica baunum

• Hæsti gæðaflokkur frá Suður-Ameríku

• Meðalristað en þó í dekkri kantinum

• Gefur örlítinn keim af súkkulaði og angan af hnetum

• Malað úr 100% Arabica baunum

• Að mati kaffimeistarans hjá BKI er þetta kaffi eins og kaffi verður ákjósanlegast