Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.
ora tunfiskur.JPG

Fljótleg og góð túnfisksalöt

Túnfiskur er frábært hráefni sem hægt að nýta á marga vegu.
Hér fyrir neðan eru uppskriftir af nokkrum gerðum af spennandi túnfisksalötum.

TÚNFISKSALAT Á SUÐRÆNA VEGU

1 dós túnfiskur í olíu
70 g kotasæla
10 g jalapeño
10 g svartar ólífur (steinlausar)
10 g spínat
Salt og pipar

Aðferð: Látið olíu leka af túnfiski með
sigti. Setjið jalapeño, ólífur og spínat í
matvinnsluvél og vinnið létt saman.
Túnfisk, jalapeño-blöndu og kotasælu
hrært saman ásamt salti og pipar eftir smekk

HEFÐBUNDIÐ TÚNFISKSALAT

1 dós túnfiskur í vatni
100 ml sýrður rjómi 18%
½ rauðlaukur, fínt saxaður
1 egg
Salt og pipar

Aðferð: Harðsjóðið egg og skerið fínt í
eggjaskera. Látið vatn renna af túnfisknum
í gegnum sigti. Hrærið öllu létt
saman ásamt salti og pipar eftir smekk.

MEXICO TÚNFISKSALAT

1 dós túnfiskur í chillisósu
70 g sýrður rjómi
1 avókadó
10 g ferskt kóríander, fínt saxað
10 g ferskt chilli
10 g agave sýróp

Aðferð: Látið olíu leka af túnfiski með
sigti. Skrælið avókadó og skerið í litla
bita. Fínsaxið chilli og bætið í ef þið viljið
sterkara salat. Öllu hrært vel saman.