Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

Logo 2020

isamis_lina_1920x860_hero_1395CC.png
Fréttir | 06. maí 2020

ÍSAM hefur tekið nýtt firmamerki í notkun. Merkið er nútímalegt, einfalt og kraftmikið og undirstrikar þannig samsetningu félagsins og gildi nýsköpunar í starfseminni. Leturgerðin, með hinni einkennandi kommu yfir, gerir merkið sérstakt og auðþekkjanlegt í flóru íslenskra fyrirtækjaheita þar sem ÍSAM hefur fest djúpar rætur. Merkið birtist fyrst hér á vef félagsins, en mun smám saman taka að birtast í stað eldra merkis á öðru efni félagsins, bílum og húsum.
Nafn félagsins er ÍSAM ehf, sem komið hefur í stað eldra nafnsins, Íslensk-Ameríska. Félagið flutti nýlega meginhluta starfsemi sinnar á Korputorg, Blikastaðavegi 2-8. Hjá félaginu starfa hátt í 400 manns.