Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

Nourkrin

Hár er mikilvægur partur af útliti okkar og sjálfstrausti. Þetta kemur enn frekar fram þegar það koma upp hárvandamál eða hármissir, þá gera sérstaklegar konur sér enn frekari grein fyrir mikilvægi hársins. Hárvandamál eru algeng því talað er um að allt að 60% kvenni upplifi óeðliega mikið hárlos einhverntíma á lífsleiðinni.  Oft eru þessi mál mikið feimnismál sem lítið eru rædd og reynt að láta sem minnst á þeim bera. Það er því gaman að geta sagt frá Nourkrin hárbætiefninu sem hægt er að sýna fram á með klínískum rannsóknum að þær virka.

Í júní 2020 var farið af stað með prófanir á Nourkrin á Íslandi. 16 aðilar á aldrinum 26–75 ára, 15 konur og 1 karlmaður voru valin til að prófa vöruna í 6 mánuði. Meðalaldur þátttakenda var 50 ár. Ástæður hárlos hjá þátttakendum voru misjafnar en flest voru búin að glíma við hárlos í töluverðan tíma og prufa margs konar vörur til að ráða bót á því. Niðurstöður rannsóknarinnar voru mjög ánægjulegar og sýndu að allir þátttakendur fundu mun á hárinu á sér eftir að hafa tekið inn Nourkrin

Helstu ástæður hárloss þátttakenda í rannsókninni voru:

Vanvirkur skjaldkirtill • Sjálfsofnæmi, (Alopecia) • Legslímuflakk • Sykursýki 2 • Skortur á B12 • Psoriasis, psoriasis gigt • Lyf • Álag / stress í kjölfar veikinda, dauðsfalla eða annara persónulegra ástæðna

Sumir þátttakendur náðu ekki að tengja neitt við aukið hárlos en við það að taka inn Nourkrin var eins og hársekkirnir væru að fá efni sem þeim vantaði.

Einn karlmaður var í prófunum sem var að missa hárið eins og algengt er meðal karlmanna og fann hann mun á sínum hárvexti.

Einn þátttakandinn er Auður 54 ára sem er með vanvirkan skjaldkirtil. Truflanir á starsemi skjaldkirtils eru nokkuð algengar, sérstaklega meðal kvenna og margar konur með slík vandamál án þess að átta sig á því. Auður hafði verið að glíma við hárlos í xx tíma og hafði prufað hin ýmsu bætiefni án mikil árangurs. Auður segist mæla 100% með Nourkrin Woman sérstaklega fyrir konur með skjaldkirtilsvandamál. Eftir að hún fór að taka inn Nourkrin minnkaði hárlosið og hárið styrkktist til muna það varð mun meira úr hverju hári og eins og hvert hár væri sterkara. Fram að þessu var hárið orðið mjög þunnt og líflaust. Núna virkar hárið mun þykkara og það er komið mikið líf í það aftur. „Hárið mitt hefur ekki verið eins gott í 20 ár og ég get ekki hugsað mér að vera án Nourkrin“

 Annar þátttakandi er Linda 55 ára sem er með psoriasis og psoriasisgigt. Linda greindist líka með lungnakrabbamein árið 2016. Streitan sem fylgdi því verkefni olli því að hárið hrundi og við stressið þá versnaði psoriasissjúkdómurinn svo að hún var sett á líftæknilyf sem hafði góð áhrif á sjúkdóminn en gallinn við það er að það veldur miklu hárlosi. Linda hafði prufað nokkur bætiefni áður sem virkðu aðeins en gerðu psoriasis verri.  Eftir að hafa tekið Nourkrin inn í mánuð fann Linda strax mun. Það er talað um 6 mánuði en hún fann muninn mun fyrr. Linda fann líka mikinn mun á augnhárunum hafði fram að þessu verið með augnháralengingar en eftir ca. 3 mánuði á Nourkrin þá spurði snyrtifræðingurinn hana hvað hún væri eiginlega að gera því augnhárin voru svo miklu sterkari og fleiri. Eftir 6 mánuði þá sá Linda mikinn mun á hárinu og vildi óska að hún hefði kynnst Nourkrin fyrr. Núna langar hana að prufa allskonar nýjar klippingar sem hárið hennar réði ekki við áður. „Það eru margir sem prufa hinar og þessar vörur þegar svona vandamál koma upp og gefast svo upp að prófa og ég var næstum ein þeirra en ég kem ekki til með að hætta að nota Nourkrin það er alveg á hreinu.“

 

Fyrir
Eftir 6 mánuði
Fyrir
Eftir 6 mánuði
Fyrir
Eftir 6 mánuði
Fyrir
Eftir 6 mánuði
Fyrir
Eftir 6 mánuði
Fyrir
Eftir 6 mánuði

Umsagnir þátttakenda

„Ég er mjög ánægð með Nourkrin. Ég sé og finn mikinn mun á hárinu og ætla mér að halda áfram að nota það.“ 

„Fullt af nýju hári hefur vaxið á þeim stöðum sem voru hárlausir og mér finnst vera meiri fylling í restinni af hárinu.“ 

„Það hafa vaxið ný hár í blettina en það er ekki svo mikill munur í hliðunum – amk ennþá.“ 

„Hárið hefur gjörbreyst til hins betra og fólkið í kringum mig er farið að taka eftir breytingunni. Ekkert hárlos og hárið er frábært.“ 

„Hárið á mér hefur þykknað heilan helling og þar sem ekkert hár var, þar hefur komið nýtt hár. Mjög mikill munur eftir 6 mánaða notkun.“

„Ég bæði sé og finn mun“. 

Nourkrin® Woman

60% kvenna upplifa hárlos á einhverjum tímapunkti.

Nourkrin® Woman er öruggt og lyfjalaust bætiefni sérstaklega þróað fyrir konur til að næra hárið og stuðla eðlilegum hárvexti.  

Við prófanir á vörunni sáu 8 af hverjum 10 sem tóku þátt breytingu á hárinu eftir meðferðina. 

Innihaldsefni:
Marilex®,Acerola, Cherry Extract, Silica, Horsetail Extract, D-biotin.

Auðvelt í notkun:
2 töflur á dag í að lágmarki 4–6 mánuði

Nourkrin® Man

Nourkrin® MAN er öruggt og lyfjalaust bætiefni sérstaklega þróað fyrir karlmenn til að viðhalda eðlilegum hárvexti. 

Innihaldsefni:
Marilex, Acerola Cherry Extract, Fenugreek, Silica, Horsetail Extract, Cod Liver Oil Extract, D-biotin.

Auðvelt í notkun
Taktu 2 töflur á dag í að lágmarki  í 4–6 mánuði.
Hvað er hárvaxtarhringur?

Eðlileg hringrás hárvaxtar líkamans kallast hárvaxtarhringur. Í eðlilegum hárvaxtarhring eru 85-90% háranna á vaxtarstigi á meðan 10-15% þeirra eru á hvíldarstigi eftir að hafa náð fullum vexti.

Af hverju hárlos?

Þegar hárlos á sér stað brenglast hinn hefðbundni hárvaxtarhringur vegna þess að hársekkirnir fá ekki réttu næringarefnin. Helstu ástæður þess eru meðal annars: stress, veikindi, sykursýki, lyf, reykingar, meðganga, fæðing, hármeðhöndlun o.fl.

Helstu upplýsingar um Nourkrin

  • Nourkrin® er öruggt hágæða bætiefni fyrir hár, 100% lyfjalaust.
  • Nourkrin bætiefnin byggja á  mörgum klínískum rannsóknum og prófunum sem gerðar hafa verið sl. 30 ár.  83% notenda sáu framfarir á hárinu
  • Nourkrin® Woman inniheldur Marilex® og Biotin og sem næra hárið. Marilex og Biotin  eru seinkaleyfisvarin og eingöngu í vörum frá Pharma Medico.  
  • Marilex® hefur verið prufað um allan heim og er samþykkt af heilsuyfirvöldum í öllum heimsálfum.
  • Nourkrin® telst mjög öruggt og má notast af öllum nema þeim sem eru með ofnæmi fyrir fiski eða skelfiski.
  • Nourkrin® Woman er eitt vinsælasta hárbætiefnið fyrir konur í Bretlandi.

  • Hefðbundin meðferð er 2 töflur daglega í 6 mánuði.
  • Ástæðan fyrir lengd meðferðarinnar er sú að það tekur hárvaxtarhringinn 6 mánuði að ná jafnvægi. Hársekkirnir geta verið á misjöfnum stað í þeirra hring þegar meðferð hefst og því tekur þetta þennan tíma.
  • Helstu innihaldsefni eru: Marilex®, bíótín, acerola kirsuberjaþykkni, kísill og klóelftingarþykkni.