Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

Fit Lady

Hvernig virka tíðaplástrarnir?

Setjið tíðaplástrana á svæðin, sem sýnd eru á myndinni, og bíðið í tvær mínútur eftir því að hiti frá líkamanum losi vel um límefnið svo að plásturinn nái öruggri festu. Nú breytist tíðaplásturinn í það sem verður best lýst sem spegli sem endurkastar orku frá líkamanum allt að 8-9 cm inn undir húðina; þessi orka hefur verkjastillandi áhrif.

Hvað líður langur tími þar til tíðaplástrarnir fara að virka?

Áhrifin eru mislengi að koma fram og fer það eftir heilsufari hvers og eins. Sumar konur byrja að finna fyrir linandi áhrifum innan nokkurra mínútna en aldrei líður lengri tími en í mesta lagi tæpar 24 klst. áður en plástrarnir fara að virka.

Þekkjast einhverjar aukaverkanir?

Í plástrunum eru engin lyf svo að notkun þeirra fylgja sjaldnast aukaverkanir nema hvað gætt getur svonefndra „batahvarfa“ sem er eðlilegt ferli og verður stundum vart við þegar líkaminn losar sig við eiturefni. Haldið meðferðinni áfram þó að þið finnið fyrir þessum einkennum. Ef vill svo ólíklega til að þið finnið slæman verk skuluð þið gera hlé á notkun plástranna og byrja svo meðferðina aftur þegar verkurinn er horfinn.

Varnaðarorð

Plástrana má ekki nota á sár eða á sprungna eða mjög rauða húð. Henta ekki fyrir þá sem eru með gummi- eða latex ofnæmi.

Plástrarnir eru ekki dauðhreinsaðir og í þeim eru engin efni sem flokkast sem lyf. Ef þú átt við einhvern vanda að etja, sem tengist blóðflæði (einkum í háræðum) eða virkni í vöðvum, skaltu ráðfæra þig við heimilislækni áður en þú notar plástrana. Ekki nota plástur sem virðist slitinn eða gallaður. Ef vart verður við aukaverkanir við notkun á plástrunum, t.d. kláða eða roða í húðinni, skal taka plásturinn strax af.

Vísindalegar rannsóknir á FIT patches