Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

Þvottaskóli Ariel

Blettir

12 góð ráð fyrir blettahreinsun

  1. Rauðrófa / sólber / kaffi / ávextir / te / vín
  2. • Leggið í bleyti í kalt vatn í 1 klst.
    • Notið græna tappan á Ariel fljótandi þvottaefni til að maka efninu á blettinn og látið vera á í nokkrar mínútur.
    • Þvoið samkvæmt þvottaleiðbeiningum á flíkinni.

  3. Tjara og olía
  4. • Reynið að skafa af eins mikið og hægt er eða nota t.d. eldhúsþurrku sem sýgur olíuna í sig.
    • Mýktu blettinn með smjörlíki eða smjöri
    • Þurrkið í burtu með hreinni tusku
    • Hreinsið það sem eftir er með tjöruhreinsi
    • Þvoið samkvæmt þvottaleiðbeiningum á flíkinni.

  5. Tómatur / tómatsósa / sósur
  6. • Leggið í bleyti í kalt vatn í 1 klukkustund.
    • Notið græna tappan á Ariel fljótandi þvottaefni til að maka efninu á blettinn og • Þvoið samkvæmt þvottaleiðbeiningum á flíkinni.

  7. Naglalakk
    • Óhætt er að nota naglalakkaeyði eða acetone á öll efni nema gerviefni
    • Þvoið samkvæmt þvottaleiðbeiningum á flíkinni.

  1. Smjör / matarolía / fita / varalitur / smjörlíki / maskari / skóáburður / sólarvörn
  2. • Nuddið Ariel flótandi þvottaefni á blettinn og notið græna tappann til að dreifa efninu. Látið vera í 1 klukkustund.
    2. • Þvoið flíkina á eins heitu og þvottaleiðbeiningar leyfa.

  3. Lím
  4. • Notið naglalakkaeyðir á flíkina nema hún sé úr gerviefni.
    • Þvoið samkvæmt þvottaleiðbeiningum á flíkinni.

Súkkulaði / súkkulaðibúðingur / rjómi / egg / gras / ís / sulta / majónes / mjólk / karrý / chili / sinnep
• Nuddið Ariel flótandi þvottaefni á blettinn og notið græna tappann til að dreifa efninu. Látið vera í nokkrar mínútur.
• Þvoið samkvæmt þvottaleiðbeiningum á flíkinni.

  1. Járn / mygla / ryð
  2. • Fyrir allar gerðir vefnaðar nema ull og silki; setjið salt og sítrónusafa á blettinn.
    • Látið vera yfir nótt og þvoið síðan samkvæmt þvottaleiðbeiningum á flíkinni.
    • Fyrir erfiðari bletti; notið ryðhreinsiefni og þvoið síðan samkvæmt þvottaleiðbeiningum á flíkinni.

  3. Blóð
  4. • Ef bletturinn er nýr, hreinsið þá strax með köldu vatni og þvoið síðan með Ariel 3in1 Pods samkvæm þvottaleiðbeiningum á flíkinni.
    •  Ef bletturinn er eldri og fastari í flíkinn, notið þá Ariel fljótandi þvottaefni beint á hann og notið græna tappann til að dreifa efninu. Látið vera í nokkrar mínútur.
    • Leggið svo í bleyti í tvær klukkustundir með Ariel fljótandi þvottaefni.
    • Þvoið eins og þvottaleiðbeiningar á flíkinni leyfa.

  5. Grasgræna
  6. • Reynið fyrst að þvo skv. venju með Ariel 3in1 Pods.
    • Fyrir erfiðari bletti; nuddið blettinn með Ariel fljótandi þvottaefni og notið græna tappann til að dreifa efninu.
    • Þvoið eins og þvottaleiðbeiningar á flíkinni leyfa.

  7. Kertavax
  8. Reynið að ná eins miklu af vaxinu og hægt er.
    • Setjið eldhúspappír eða þunnt handklæði undir efnið og yfir.
    • Notið straujárn á háum hita (eða eins og efnið leyfir) og pressið niður á röngunni á efninu. Pappírinn eða handklæðið mun þá draga vaxið í sig.
    • Þvoið eins og þvottaleiðbeiningar á flíkinni leyfa.

  9. Málning
    (Vatnsmálning, akrýl, krakkamálning)
    • Hreinsið blettinn strax (áður en hann þornar) undir rennandi vatni og þvoið síðan eins og þvottaleiðbeiningar á flíkinni leyfa.

(Olíumálning, lakk)
• Nuddið með svampi sem bleyttur hefur verið í málningarhreinsi eða terpentínu og þvoið síðan eins og þvottaleiðbeiningar á flíkinni leyfa.

Örþrifaráð

Hvað þýða merkin á þvottamiðunum? 

Hvernig þvæ ég ull? 

Hvernig held ég hvítum þvotti hvítum?

Hversu mikið á ég að setja í vélina? 

Svörin má finna í örþrifaráðunum í myndböndunum hér til hliðar og fyrir neðan.

Blettahreinsun

Það lenda allir í því að hella niður. Hvort sem þú ert að fá þér kaffibolla, elda eða hvað sem er. Blettir í föt eru nánast óumflýjanlegir.

Þú gætir hafa fengið allskonar húsráð um hvernig sér best að fjarlæga bletti, sem eru góð og gild, en það er til önnur leið til þess, sem krefst ekki tilraunastarfsemi.

Skoðaðu myndböndin hér til hliðar og að neðan sjáðu bestu leiðina til þess að fjarlæga bletti á áhrifaríkan máta.