Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

Ilmandi þvottur

Ekkert jafnast á við að klæða sig í ilmandi og hrein föt. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman nokkur ráð til að fá þvottinn til að ilma yndislega. Fylgdu þessum 6 skrefum og þú ert í ilmandi, góðum málum!

1. Ekki láta blautan þvott liggja í þvottavélinni
Það hefur komið fyrir okkur öll að gleyma þvottinum í vélinni þegar dagarnir eru hlaðnir verkefnum af ýmsu tagi. Maður setur í vél og gleymir henni svo algjörlega.
En blautur þvottur sem skilinn er eftir í tromlunni í einhvern tíma, er uppeldisstöð fyrir myglu. Þvotturinn lyktar af myglu og þungri rakalykt og það er jafnvel möguleiki á að næst þegar þú setur í vélina, komi sá þvottur með angan af þessari slæmu lykt.
Þannig að, til að fá ferskan og ilmandi þvott úr vélinni, er ráðið að taka þvottinn sem allra fyrst úr vélinni þegar hún hefur klárað og það gæti verið sniðugt að láta símann minna sig á.

2. Haltu þvottavélinni hreinni – að innan sem utan
Ef blautur þvottur hefur stundum fengið að liggja í vélinni, nú eða vélin þín er í mikilli notkun, er líklegt að hún þurfi góða hreinsun að innan svo hún skili hreinum og ilmandi þvotti. Hér kemur gott ráð til að hreinsa hana; Lága hitastigið sem flest okkar nota fyrir þvott, er of lágt til að fyrirbyggja myglu og bakteríur í vélinni, svo stilltu  vélina á 80–90°C, hafðu hana tóma og leyfðu henni að hreinsa óhreinindin í burtu. Það er ágætt að endurtaka þetta reglulega.
Það er líka mjög gott að strjúka með ediki yfir glerið og gúmmíkantinn að innan og sápuþvo hólfin. Það er ekkert sem bannar manni að setja þvottaefni beint í tromluna – það sparar þvott á hólfunum.

3. Ekki ofhlaða vélina
Við vitum að það er freistandi að setja eins mikið og þú getur troðið í vélina – sérstaklega þegar fatafjallið er sístækkandi á stóru heimili!
En yfirfull vél getur hreinlega ekki þvegið þvottinn eins vel og þarf – til þess þurfa fötin að geta hreyfst inní vélinni. Það er ágætis þumalputtaregla að miða við það að þú getir komið, sem samsvarar, breidd handar þinnar fyrir ofan þvottinn. Þegar til lengri tíma er litið þá muntu spara tíma því fötin eru hreinni þegar þú tekur þau úr vélinni og þú getur notað þau lengur þar til þörf er á næsta þvotti.

4. Notaðu gott þvottaefni með góðum ilmi
Eitt af lykilatriðunum til að fá ferskan og ilmandi þvott er að nota gott þvottaefni með mátulega miklu ilmefni í. Þvoðu þvottinn með einhverju af hinum vönduðu þvottaefnum Ariel og ef þú kýst enn meiri ilm geturðu bætt við smá skvettu af Lenor Unstoppable. Ilmurinn endist í allt að 12 vikur (í skáp).

5. Notaðu hvert tækifæri til að hengja þvottinn út á snúru á sólardögum
Á sólardögum er tilvalið að hvíla þurrkarann og innisnúrurnar og leyfa þvottinum að þurrkast fljótt og vel í heitri sólinni. Og já, það getur stundum blásið hressilega á Íslandi en við erum nú ekki að tala um að hengja þvottinn út í brjáluðu roki! Það er sannað að sólargeislarnir geta jafnvel hjálpað til við að útrýma bakteríum úr þvotti og gera hann eins hreinan og hægt er. Mundu samt að dökkur þvottur ætti ekki að vera lengi í sól – hann gæti hugsanlega upplitast.

6. Hugsið vel um flíkurnar í skápunum. Það er t.d. tilvalið að taka stórar og þykkar flíkur og viðra þær stöku sinnum.
Nú hefur þú lokið við að þvo þvottinn þinn með einhverjum af vörum Ariel, brotið hann snyrtilega saman og sett hann á sinn stað. Þá viltu alls ekki að í hann komi þessi „skápalykt“ sem kemur stundum í föt sem eru lengi óhreyfð inní skáp. Það er sérstaklega hætt við þessu þegar ein árstíð er að enda og líða mun langur tími þar til viðkomandi flíkur verða notaðar aftur.
Ein leiðin er að nota lofttæmda fatapoka. Þeir eru mjög einfaldir og þægilegir í notkun og halda fötunum ilmandi lengur – ásamt skápinum sjálfum.
Svo er líka ágætt að taka þykkar og stórar flíkur, svo sem ullarkápur og yfirhafnir úr skinni og viðra þær úti stöku sinnum.