Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

Vöruhúsið flytur

Flutningur_voruhus_frett_F.jpg
Fréttir | 07. mar. 2019

Við erum að flytja vöruhúsið, dreifingu og afgreiðslu á Korputorg og hefjum starfsemi þar mánudaginn 11. mars.
Vegna flutninganna verður ekki hægt að afhenda neinar pantanir sem berast föstudaginn 8. mars samdægurs.
Pantanir sem berast okkur fimmtudaginn 7. mars verða keyrðar út með hefðbundnum hætti, auk þess sem hægt er að sækja pantanir í afgreiðslu okkar á Tunguhálsi föstudaginn 8. mars.

Pantanir sem berast okkur 8. mars verða afgreiddar frá Korputorgi frá og með 11. mars. Eins verður með allar pantanir sem verða ósóttar í lok dags 8. mars.

Frá og með 11. mars verða allar vörur, sem viðskiptavinir sækja til okkar, eingöngu afhentar á Korputorgi. Þetta á við um þurrvöru, kælivöru og frystivöru.

Afgreiðslan er neðan við húsið (golfvallarmegin) og er merkt með áberandi skilti.

Fyrst um sinn verður lager kæli- og frystivöru áfram á Tunguhálsi, en pantanir verða fluttar á Korputorg, til afgreiðslu þar, þrisvar á dag.Lager kælivöru mun flytjast á Korputorg í apríl-maí, en frystilager verður um óákveðinn tíma á Tunguhálsi.

Kæli- og frystivörur sem pantaðar eru fyrir kl. 14 eru afhentar samdægurs á Korputorgi, annars næsta dag. Annars eru pantana- og afgreiðslutímar fyrir kæli- og frystivörur þannig:

Pantað fyrir kl. 10:00.......Afhent á Korputorgi eftir kl.13:00
Pantað fyrir kl. 14:00.......Afhent á Korputorgi eftir kl.16:00
Pantað fyrir kl. 15:30.......Afhent á Korputorgi eftir kl. 08:00 næsta dag      

Afgreiðslutími okkar á Korputorgi verður frá 08:00-17:00 alla virka daga.
Vörur í staðgreiðslu verður eingöngu hægt að greiða með korti. Ekki verður tekið við reiðufé.
Ef eitthvað er óljóst þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við tengilið ykkar hjá ÍSAM.
Síminn hjá ÍSAM er 522 2700 og beinn sími þjónustuvers er 522 2728.

Við hlökkum til að sjá þig á nýjum stað!