ORA verðlaunað í París

finest3.jpg
Fréttir | 17. nóv. 2017

Útflutningsvörumerki ORA, Iceland Finest hlaut nýverið verðlaun fyrir besta "concept-ið" á vörusýningunni Wabel sem haldin var í París. Á Wabel sýningunni koma 600 matvælaframleiðendur til að kynna sig og sína framleiðslu fyrir stærstu verslunarkeðjum heims. Iceland Finest er framleiðsla sem ORA hefur hafið á vörum sínum til útflutnings. Vöruhugmyndin gengur út á að gera sjávarrétti einfalda og skemmtilega og höfða þannig betur til nýrra kynslóða sem geti útbúið og notið hágæða sjávarrétta með einföldum hætti.  Hugmyndin er að fólk geti gripið þetta með heim eftir vinnu td. þegar von er á gestum og sett saman fínasta mat á uþb. 10 mínútum sem lýtur út eins og kokkur hafi útbúið hann. Þannig geti fólk verið að bjóða upp á eitthvað einstakt sem einnig er meinholt og frá Íslandi. Fyrirtækið vandaði sig sérstaklega við markðasvinnu, vörumerkjauppbyggingu, útlit og gerð umbúða vörunnar. Iceland Finest finnur fyrir miklum áhuga og er nú þegar í sambandi við margar stórar verslunarkeðjur í Bandaríkjunum og Evrópu.   Vörurnar verða framleiddar á Íslandi þannig að virðisaukinn verði hér.  Undir merkjum Iceland Finest eru ma. humarsúpa, grásleppukavíar, loðnuhrogn, laxa-og þorskmús, síld, þorsklifur og rúgbrauðskex sem Myllan bakar sérstaklega fyrir Iceland Finest. Vörurnar byrjuðu í sölu í fríhöfninni í Keflavík nú í sumar og hefur gengið ágætlega. Vöruhugmyndin gengur út á vandaða, fallega og bragðgóða sjávarforrétti fyrir fjóra sem fólk getur keypt í fallegum umbúðum, sett saman á fáeinum mínútum og litið út eins og réttir frá veitingahúsi.