Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni.

ÍSAM hlýtur jafnlaunavottun

BSI.jpg
Fréttir | 16. maí 2019

ÍSAM hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt kröfum ÍST 85:2012 – Jafnlaunakerfi. Vottunin er staðfesting á því að að ákvarðanir um laun eru teknar með samræmdum hætti og viðmiðin sem notuð eru fela ekki í sér kynbundinn launamismun.

Stefna ÍSAM er að gæta skuli fyllsta jafnréttis á milli karla og kvenna og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum. Þannig er tryggt að mannauður fyrirtækisins nýtist sem best. Með stefnunni eru stjórnendur og aðrir starfsmenn jafnframt minntir á mikilvægi þess að allir fái notið sín, án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs eða stöðu að öðru leiti.

Samkvæmt lögum þurfa öll fyrirtæki á Íslandi að öðlast vottun samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 fyrir árslok 2022 og hefur jafnlaunakerfi ÍSAM nú verið vottað af BSI á Íslandi og ÍSAM fengið heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið.

Á myndinni eru Hermann Stefánsson forstjóri, Helga Björg Helgadóttir mannauðsstjóri og Elísabet Þóra Jóhannesdóttir sérfræðingur á mannauðssviði

Um 400 manns vinna hjá ÍSAM.